Coca Cola er svört sykurleðja sem upprunin er í Bandaríkjunum og hefur Kúrbítnum lengi verið mjög á móti þessum drykk. Hér á landi er þessi drykkur kallaður Kók og er þetta orð búið að festa sig í sessi meðal íslendinga. En aftur á móti eru ekki allir sammála hvernig þetta orð á að vera í fleirtölu, á það að vera eins í eintölu og fleirtölu eins og tíðkast með tökuorð í mörgum tungumálum eða á það að vera eins og rammíslenska orðið bók. Sem sagt hvort á að segja: hér eru margar kók eða á að segja: hér eru margar kækur.
Gáta vikunnar
Hvaða knattspyrnumaður sagði eftirfarandi setningu: If you want to be a striker you have to be a gambler?
Hamingjuóskir dagsins
Kúrbíturinn óskar Ólafi Inga Skúlasyni til hamingju með fyrsta leikinn með aðalliði Arsenal. Óli Skúla kom inn á 55 mínútu fyrir Justin Hoyte sem meiddist. Hægt er að lesa ýtarlega umfjöllun um leikinn með því að smella hér.




Hér fyrir ofan eru nokkrir af þeim leikmönnum voru í liði Arsenal í gær sem vann Úlfana, 5-1. Frá vinstri Patrick Viera, Kanu, ólafur Ingi Skúlason og Sylvian Wiltord.
Í hverju er konan
Konan er aldrei þessu vant í bláum gallabuxum og svörtum ermalausum bol......hún fer í jólaköttinn.
Dagbók Kúrbítsins.......mánudaginn 1. desember
Kúrbíturinn fór í spriklhúsið og kíkti á kaffihús......FINE. Að mati Kúrbítsins býður Kaffibrennslan upp á einn besta Caffe Latte í bænum.......frábær.
Dagbók Kúrbítsins.......þriðjudagurinn 2. desember
Kúrbíturinn fór í mat til mömmu sinnar, fékk sér spínatlasagna og át á sér gat. Að átinu loknu kíkti Kúrbíturinn á leik Fylkis og KA í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í handbolta. Leikurinn var hin mesta skemmtun, Kúrbíturinn brosti nokkrum sinnum út í annað og næstum því gleymdi sér í fagnaðarlátunum. Kúrbíturinn kom í hálfleik þegar staðan var 5-17 fyrir KA.........en það bjó enn von hjá Kúrbíturinn. Leikmenn Fylkis tóku sig saman í andlitinu, refsuðu norðanmönnum og geta verið stoltir af frammistöðunni. Leikurinn endaði 19-34 en seinni hálfleikurinn fór 14-17 sem verður að teljast nokkuð gott. Eftir leikinn fór Kúrbíturinn heim til sín, lærði ítölskuna sína, kíkti í bíltúr á verðandi tryllitæki Ödda, félaga síns..........þá var þessi dagur að kveldi kominn.
Garfield dagsins

Engin ummæli:
Skrifa ummæli