fimmtudagur, 4. desember 2003

Kúrbíturinn.....með fréttir frá Ítalíu
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Ítalíu, Cesare Previti, lögfræðingur og vinur Silvios Berlusconi forsætisráðherra, var í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir spillingu. Fyrr á þessu ári var hann dæmdur í ellefu ára fangelsi í öðru máli en hann hefur áfrýjað þeim dómi. Berlusconi var upphaflega einnig ákærður í málinu en henni var frestað eftir að ítalska þingið samþykkti tillögu um þinghelgi hans og fleiri aðila sem tengjast því.

Kúrbíturinn.....með fréttir frá Ítalíu
Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gærkvöld ný og mjög umdeilt lagafrumvarp sem neðri deildin samþykkti í október. Stuðningsmenn stjórnar Berlusconis forsætisráðherra segja að með nýju lögunum sé blásið nýju lífi í ítalska fjölmiðlamarkaðinn sem sé staðnaður. Andstæðingar laganna segja hins vegar að hafi það eitt markmið að herða tök Berlusconis á ítölskum fjölmiðlum enn frekar.
 Sjónvarpsstöðvar í eigu Berlusconis hafa nú 40% áhorf en hann er einnig æðsti yfirmaður Ítalska ríkisútvarpsins og ræður þannig beint eða óbeint því sem 95% Ítala horfa á í sjónvarpi. Fyrirtæki hans hefur einnig 2/3 sjónvarpsauglýsingamarkaðarins. Ennfremur gefur frumvarpið færi á að ítalska ríkisútvarpið, RAI, verði einkavætt að hluta til frá og með 2005 og veitir heimild til að sömu aðilar eigi bæði ljósvakamiðla og prentmiðla frá og með 2009. Þetta ákvæði gefur Berlusconi færi á að stækka fjölmiðlaveldi sitt. 155 öldungadeildarþingmenn samþykktu frumvarpið, en 128 voru á móti. Alls eru 177 af 315 þingmönnum í deildinni í flokkabandalagi Berlusconis.
 Samkvæmt lögunum verður losað um hömlur á eignarhaldi á fjölmiðlum og fyrirtæki Berlusconis getur byrjað að kaupa dagblöð og útvarpsstöðvar árið 2009. Einnig verða meiri auglýsingar leyfðar í sjónvarpi en nú mega þær ekki fara yfir 20 mínútur á klukkustund. Ciampi forseti hefur 30 daga til að ákveða hvort hann staðfesti að lögin séu í samræmi við ítölsku stjórnarskrána. Geri hann það verður þeim skotið til stjórnarskrárdómstólsins.

Gáta vikunnar......fleiri vísbendingar
Hann var framherji og skoraði 191 mark í 372 leikjum á ferli sínum sem spannaði tímabilið 1968-1979. Þessi knattspyrnumaður lék með enska landsliðinu á móti Kýpur árið 1975 og skoraði öll fimm mörk liðsins í 5-0 sigri á Wembley, sem er náttúrulega met í enskri knattspyrnu.

Jæja.....nú verður einhver að fara að geta þetta.

Gáta vikunnar.........vísbending
Spurt var um hvaða knattspyrnumaður sagði eftirfarandi setningu: If you want to be a striker you have to be a gambler? Hann fæddist í London árið 1950 og lék m.a. með Luton Town, Newcastle og Arsenal á sínum ferli.

Í hverju er konan
Þetta er hætt að vera spennandi.....hún er alltaf í bláum gallabuxum og svörtum ermalausum bol.

Engin ummæli: