Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.
Dagbók Kúrbítsins......fimmtudaginn 4. desember
Kúrbíturinn hljóp niður Elliðaárdalinn, glaður í bragði og sáttur við náttúruna allt í kring. Kúrbítnum fannst hann sameinast náttúrunni, í fullkominni sátt og þau urðu eitt. Að loknum þessum hamingjuhlaupum með náttúrunni þá útbjó Kúrbíturinn flotta hamborgara fyrir þau hjónakornin, annar var hefðbundinn en hinn hinn svolítið út úr kú. Hann var með rjómaosti, osti, sólþurrkuðum tómötum og pestó......og smakkaðist hann ótrúlega vel. Kúrbíturinn telur að enn betra sé að hafa kjúklingabringur í stað kjöts og setja líka slatta af fetaosti........Mmmmmmmmm.
Vín vikunnar
Vín vikunnar að þessu sinni er Poliziano Rosso di Montepulciano, árgangur 2001. Þetta vín kemur frá Toscana, hinu margrómaða vínræktarhéraði Ítalíu. Þetta vín er höfugt, með fínlegri eik og piprað með léttri stemmu. Vínið kostar kr. 1.450, er 13,5% að styrkleika og er því áhrifastuðull Kúrbítsins 107,41.....sem verður að teljast nokkuð gott ef vínið sé gott. Kúrbíturinn hefur hug á því að elda einhverjar lystisemdir og lostæti fyrir kvinnu sína á laugardagskvöldið og bjóða upp á þetta álitlega rauðvín.
Í hverju er konan
Hún er alltaf í því sama alla daga vikunnar..............
Garfield dagsins

Engin ummæli:
Skrifa ummæli