miðvikudagur, 25. febrúar 2004

Íslensk tunga og íslenskir knattspyrnumenn
Í þá gömlu góðu tíma þegar Kúrbíturinn spilaði knattspyrnu var oft talað um að “overlappa manninn”. Kúrbítnum fannst alltaf slæmt að vera að sletta svona erlendum orðum þar sem Kúrbíturinn reynir eftir fremsta megni að tala gott og kjarnyrt íslenskt mál. Þar sem Kúrbíturinn skildi merkingu orðsins hefur Kúrbíturinn aldrei haft neinn hvata til að komast að því hvert íslenska orðið væri yfir “overlapping”. Af slysni flétti Kúrbíturinn því upp í orðabók því hann var ekki alveg viss um merkingu orðsins í ákveðnu samhengi og komst að því að orðið “overlap" þýddi skörun. Þar af leiðandi þýðir sögnin to overlap að skara, á fótboltamáli “að skara leikmanninn”. Kúrbíturinn skorar á íslenska knattspyrnumenn og þjálfara að hætta að nota enska orðið og taka upp hið góða íslenska orð “að skara”.

Kúrbíturinn.....leggur áherslu á íslenska tungu.

Engin ummæli: