miðvikudagur, 25. febrúar 2004

Sjúklingurinn á batavegi.......
Það hafa verið erfiðir tímar að undanförnum vikum hjá Kúrbítnum og hans kvinnu hér í Mílanóborg þar sem þvottavélin lenti í alvarlegum veikindum. Kúrbíturinn og hans kvinna voru mjög lengi að koma henni undir læknishendur og því berst hún enn við þessi erfiðu veikindi. Loksins var farið í það að ná í svona þvottavélalækni til þess að huga að veikindum hennar. Læknirinn ætlaði að koma klukkan hálftíu í morgun en lét ekki sjá sig fyrr en klukkan hálftólf.....ítalskir iðnaðarmenn í hnotskurn. Það má nú þrátt fyrir það gefa honum hrós fyrir að hafa látið sjá sig......þó seint væri. Kúrbíturinn og hans kvinna geta varla kvartað yfir 1-2 klukkustundum til eða frá eftir að hafa látið þvottavélina sína afskiptalausa í þessum alvarlegu veikindum í margar vikur. Þvottavélalæknirinn kíkti á sjúklinginn í nokkrar mínútur, muldraði á ítölsku við sjálfan sig og virkaði áhugalaus gagnvart sjúklingnum. Eftir nokkra skoðun kom í ljós að það þyrfti að skipta um eitt líffæri í þvottavélinni, læknirinn sagðist ætla að finna rétta líffærið og græða það í hana eftir 4-5 daga. Kúrbíturinn og hans kvinna eru mjög ánægð með málalokin, hlakka til að þvottavélin verði heilbrigð á nýjan leik og geti yljað Kúrbítshjónunum með ilmi sínum og hreinlæti.

Engin ummæli: