fimmtudagur, 26. febrúar 2004

Vonir Kúrbítsins um frægð og frama nánast orðnar að engu.........
Aldrei hefur neitt raunveruleikasjónvarp beðið eins mikil afhroð í kapphlaupinu um hylli sjónavarpáhorfenda og raunveruleikasjónvarp Kúrbítsins......aðeins fjórir horfðu á þennan fyrsta hluta þessarar seríu um líf Kúrbítsins í Mílanóborg. Í þessum fyrsta hluta var boðið upp á allt sem gott raunveruleikasjónvarp hefur upp á að bjóða.....kynlíf, nekt, spennu, ást og eldheitar tilfinningar. Þrátt fyrir þessa stórkostlegu sjónvarpsveislu bitu ekki margir aðdáendur Kúrbítsins ekki á agnið, flestir ákváðu að gera eitthvað allt annað og vonar Kúrbíturinn að þeir hafi varið tímanum í eitthvað fræðandi og uppbyggilegt.

Kúrbíturinn.....þakkar þeim sem á horfðu.

Engin ummæli: