Afmælisbarn dagsins....
Það er skammt stórra högga á milli í afmælisbransanum hjá Hinu Kúrbíska Heimsveldi, í dag á ektamóðir ektakvinnu Kúrbítsins afmæli og verður hún 46 ára í dag. Kúrbíturinn biður hana um að gera sér dagamun, láta sér líða vel og hlakkar hinum einu sönnu Kúrbítshjónum mikið til að fá hana í heimsókn um miðjan næsta mánuð.
Lifi Birna.....hipp hipp húrra.
Stóra stundin nálgast.....
Í kvöld er Kúrbíturinn á leiðinni á San Síró á leik AC Milan og Deportivo, mun sitja á stórkostlegu stað í góðra vina hópi. Kúrbíturinn og hans föruneyti mun sitja í heiðursstúku vallarins ásamt Berlusconi, Galliani og fleiri stórlöxum. Kúrbíturinn mun að sjálfsögðu breiða út fagnaðarerindi Hins Kúrbíska Heimsveldis, stíga stórt skref í áttina að heimsyfirráðum og gera þannig heiminn að stórkostlegum stað.
Lifi heimsveldið.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli