mánudagur, 22. mars 2004

Afmælisbörn dagsins í dag....
Í dag er stór dagur í lífi Kúrbítsins....tveir af mestu karlmönnum þessarar þjóðar eiga afmæli í dag og óskar Kúrbíturinn þeim til hamingju með daginn.

Fyrra afmælisbarn dagsins er afi Kúrbítsins, Garðar Pálsson, og er hann 82 ára í dag. Kúrbíturinn óskar afa sínum innilega til hamingju og biður afa sinn að njóta dagsins.

Síðara afmælisbarnið heitir Sturla Þórðarson og er það maðurinn sem á heiðurinn af veru Kúrbítsins á þessari jörð. Hann er 60 ára í dag, lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en fertugur þó kominn sé á sjötugsaldurinn. Kúrbíturinn vill þakka pabba sínum fyrir árin tuttugu og átta, fyrir að hafa vera stórkostlegur pabbi og síðast en ekki síst vill Kúrbíturinn þakka föður sínum fyrir að hann hafi ekki farið í LAKIÐ.

Engin ummæli: