mánudagur, 15. mars 2004

Fastur í viðjum vanans
Kúrbíturinn er endalaust að brjóta sér leið út úr gömlum tilgangslausum venjum sem hafa engan tilgang og ekkert gildi. Kúrbíturinn er vanur að setja lyklana sína í vinstri vasann á buxunum sínum og hvergi annars staðar án neinnar sérstakrar ástæðu. Í gærkvöldi fann Kúrbíturinn ekki lyklana sína, fór á taugum og fann fyrir mikilli óvissutilfinningu. Í 15 mínútur var mikið óvissuástand, hugsanir um hvar hann hefði skilið lyklana eftir eða hver hefði í ósköpunum hefði getað stolið lyklunum. Eftir allar þessar miklu pælingar og vangaveltur þá álpaðist Kúrbíturinn óvart í hægri vasann á buxunm sínum og viti menn...að sjálfsögðu voru lyklarnir þar.

Kúrbíturinn hefur enn á ný uppgötvað hversu ótrúlega hann er örvfættur, hefur aðeins eina löpp í lagi og það er ekki bara í sambandi við útspörk hans á knattspyrnusviðinu.

Hamingjuóskir dagsins....
Kúrbíturinn vil óska Gumma Óla, Jóhannesi Eðvaldssyni og Gunnleifi Gunnleifssyni til hamingju með stórsigur Man City á erkifjendunum í Man Utd. Leiknum lauk með 4-1 sigri Man City og er þetta kannski upphafið á glæstri sigurgöngu þessa fornfræga félags.

Kúrbíturinn er að auki í skýjunum yfir sigri sinna manna, Southampton, gegn fyrrverandi stórveldinu Liverpool en leikur þessara liða lauk með 2-0 sigri Southampton. Kúrbíturinn er stoltur af sínum mönnnum þó andstæðingarnir hafi kannski ekki verið mjög hátt skrifaðir undanfarin misseri.

Lifi Southampton....

Engin ummæli: