þriðjudagur, 16. mars 2004

Beiðni frá Kúrbítnum
Kúrbíturinn vill biðja þegna sína um að setjast niður í 15 mínútur í dag, klukkan 16.15 á íslenskum tíma og hugsa fallega til Kúrbítsins síns. Kúrbítnum þætti vænt um að þegnar hans myndu snúa í áttina að Mílanó og þá myndi Hið Kúrbíska heimsveldi sameinast í allri sinni dýrð.

Lengi lifi heimsveldið....

Áríðandi tilkynning!!!!!
Kúrbíturinn er með miklar áhyggjur, telur að hann hafi misst góðan vin og sjái hann kannski aldrei aftur. Kúrbíturinn óskar hér eftir manni sem ber nafnið Kúlti, síðast sást til Kúlta fyrir allnokkrum vikum. Þegar síðast sást til Kúlti var hann vel skrifandi, skarpur og með skemmtilega vinkla á lífið og tilveruna. Þeir sem hafa einhverjar vitneskju um ferðir Kúlta eru beðnir að koma þeim á framfæri í gegnum kommentakerfið hér fyrir neðan.

Engin ummæli: