Áríðandi tilkynning!!!!!
Það gerist stundum fyrir frægustu rithöfunda heimsins......að þeir lendi í tímabundinni ritstíflu. Ritstífla er þegar andinn flýr rithöfundinn, hann situr eftir andlaus og hefur ekkert að færa til heimsins. Þetta er að hrella Kúrbítinn í dag.....hann hefur áhyggjur af þessu og vonast til þess að hann og andinn sameinist sem allra fyrst. Kúrbíturinn fékk tölvupóst þar sem kemur fram staðfesting á því að stíflan muni bresta seinna í dag, í kvöld eða í síðasta lagi í fyrramálið.
Kúrbíturinn vonast eftir því að Hið Kúrbíska Heimsveldi sýni honum biðlund, skilning og væntumþykju þar til að stíflan brestur og frásagnarsnilli hans muni blómstra á ný.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli