Auðveldast fyrir þjálfarann...
Elliði hefur fengið mikla gagnrýni vegna þess hve linur hann er í skrifum sínum, hann sé of jákvæður og alls ekki nógu beittur. Elliði er sjálfstæður penni, segir það sem á hjarta hans liggur og lætur ekki stjórnast af framboð og eftirspurn.
Elliði hefur ekki mikla trú á einhverjum grýlum gagnvart ákveðnum liðum og oft gerist það að lið eru búin að tapa þessum grýluleikjum löngu fyrirfram. Það eru engin tengsl á milli þess að tapa einum leik og að tapa þeim næsta á móti sama liði....þetta er allt spurning um neikvæða umræðu og neikvæðar hugsanir. Það er þessi umræða sem skapar þessar grýlur út um allt og þessi umræða er ekki bara í fjölmiðlum og hjá stuðningsmönnum heldur einnig hjá leikmönnum og þjálfurum. Fylkismenn eru á góðri leið með að skapa sterka grýlu gagnvart KR og er sú grýla að öllu leyti búin til innan herbúða félagsins....hjá stuðningsmönnum, þjálfurum og leikmönnum. Elliði hefur farið í gegnum úrslit leikja þessara liða undanfarin þrjú ár í Úrvalsdeildinni, höfum ekki lent á móti KR í bikarnum, og kom í ljós að Fylkir hafði unnið 2 leiki, gert 3 jafntefli en tapað 1 leik. Elliða finnst þetta ekki slæmur árangur á móti einu besta knattspyrnufélagi landsins. Þrátt fyrir góðan árangur á móti KR undanfarin ár hefur verið stöðug umræða í kringum félagið um einhverja KR-grýlu....sem náttúrulega er fáránlegt. Það er alltaf þannig að lið geta átt slæman dag, tapað stórt en það hefur engin áhrif á það hvort liðið tapi næsta leik á móti sama liði.....þá er nýr dagur og nýr leikur.
Hér í Mílanó er mikið um kaffisjálfsala, ótrúleg notkun á einnota glösum og myndi Ólafur Hafsteinsson komast svo sannarlega í feitt ef hann myndi verða vitni að þessu. Elliði skorar á Ólaf Hafsteinsson að koma til Mílanó í vikutíma, safna glösum í þágu félagsins og heimsækja Elliðann sinn....gæti Óli Haffa náð í ársbirgðir á örskömmum tíma.
Elliði hefur heyrt að Fylkisliðið sé að spila leikkerfið 4-4-2, liðin gengur nokkuð vel og ekki hægt að vera annað en bjartsýnn á framhaldið. Elliði hefur nokkra trú á þessu leikkerfi en telur það alls ekki það skemmtilegast né árangursríkasta. Elliði telur að nýr þjálfari hafi hugsað með sér að hann þyrfti að breyta um leikkerfi, hafi ekki haft neinar sérstakar hugmyndir um nýtt leikkerfi og því hafi verið auðveldast fyrir hann að fara í afar hefðbundna 4-4-2 leikkerfi....spilaði þetta bara öruggt.
Elliði er farinn að hlakka til að sjá leik með Fylkisliðinu en telur að það verði ekki alveg á næstunni....kannski Elliði sjái leik sumarið 2005. Elliði biður félagið vel að lifa og alla þá sem að félaginu standa.
Lifi Fylkir...að eilífu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli