fimmtudagur, 11. mars 2004

Mælt hefur Elliði...
Elliði heyrði stórar fréttir fyrir nokkru....Guðmann er orðinn Köttari þar sem Jónas sonur hans er farinn í Þrótt. Elliði líkar vel við Guðmann, hann er sannur Fylkismaður og góður maður. Elliði hlakkar til að sjá Guðmann upp í stúku hjá Kötturunum í góðum félagsskap með Jóni Ólafssyni, Gunnari Helgasyni ásamt fleirum...kyrjandi LIIIIFIIIIII ÞRÓTTUR!!!!!!!

Elliði er maður sem vill halda í hefðir, bera virðingu fyrir siðum og vill gera allt í sínu valdi stendur til þess að halda í þeim lífi. Fyrir nokkrum árum lék stórgóður leikmaður með Fylki að nafni Indriði, mikill baráttuhundur og með einn mesta sigurvilja sem Elliði hefur komist í tæri við á sínum ferli. Indriði lést ungur að árum, lét eftir sig stórt skarð í félaginu og var sárt saknað. Eftir andlát Indriða bjuggu Fylkismenn til þá hefð að fara að leiði hans fyrir fyrsta heimaleik hvers keppnistímabils og var þetta góð leið til þess að heiðra minningu þessa góða Fylkismanns. Næstu ár var þessari góðu hefð haldið við, mæltist vel fyrir og verður Elliði að hrósa þeim sem komu henni af stað. En það vill oft gerast að góðar hefðir leggjast af, menn sjá síðan eftir því og stundum er of seint að taka þær upp að nýju en stundum ekki. Þessi hefð hefur gleymst hjá Fylki en Elliði telur að ekki sé of seint að taka hana upp á nýjan leik. Elliði telur að það vera skyldu félagsin að taka þessa hefð upp á nýjan leik og heiðra minningu þessa Fylkismanns sem fór frá okkur allt of fljótt.

Fylkir stendur núna á miklum tímamótum, mjög margir efnilegir leikmenn að koma upp og ákveðin kynslóðaskipti eru að eiga sér stað. Það er mikilvægt hvernig tekið er á móti ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref á meðal þeirra bestu og þar spila eldri og reyndari leikmenn mjög stórt hlutverk. Það fylgja því margir kostir að hafa nokkra leikmenn sem eru kominn á efri ár í boltanum og hafa mikla reynslu á sínum herðum. Það er ekki einungis gott vegna þess að þeir séu góðir leikmenn heldur einnig að þeir miðli af reynslu sinni og hjálpi ungu leikmönnunum að ná sem mestum þroska á sem skemmstum tíma. Þessir gömlu og reynslumiklu leikmenn mega ekki líta á sig sem einhverja kónga og komi fram við ungu leikmenn félagsins sem slíkir. Ungir leikmenn félagsins eiga að sjálfsögðu að bera virðingu fyrir þeim eldri og reynslumeiri en gömlu leikmennirnir eiga að koma fram við þá yngri sem jafninga. Það gerir það að verkum að þeir taka út þroska sinn á skemmri tíma og verða fyrr tilbúnir til þess að sýna sínar allar bestu hliðar á móti þeim allra bestu.

Elliði skilur ekki þennan mikla fjölda af sóknarmönnum sem eru innan vébanda félagsins, það eru 6 sóknarmenn hjá félaginu í dag en oftast ekki pláss fyrir nema 2-3 í byrjunarliðinu hverju sinni. Það eru ekki mörg dæmi um þetta í heiminum en það eru til dæmis þrír sóknarmenn hjá AC Milan, fjórir hjá Man Utd og þrír hjá Real Madrid. Margir munu örugglega segja að það er gott að hafa marga sóknarmenn til skiptanna og líka sé hægt að nota þá í aðrar stöður á vellinum. Það er oft þannig að sóknarmenn eru ekki bestu varnarmennirnir í heiminum og er því kannski ekki vænlegt til árangurs að hafa fjóra leikmenn af ellefu sem eru hriplekir varnarlega. Elliði vill samt meina að sumir þeirra sóknarmanna sem eru innan vébanda Fylkis í dag geti orðið nokkuð góðir vængmenn með mikilli æfingu og ef þeir einbeiti sér að þeirri stöðu. Eins og Elliði hefur minnst á áður þarf að leggja aukna áherslu á sérhæfingar vængmanna, þeir eiga að vera sérfræðingar í fyrirgjöfum og eiga að leggja mikla áherslu á þann hluta leiksins...hafa skal það í huga að 80% marka koma eftir fyrirgjafir.

Það hefur verið ákveðin leitni í íslenskri knattspyrnu að leggja mjög litla áherslu á kantmenn, öll félög hafa verið að spila leikkerfið 4-3-3 en í því leikkerfi er ekki spilað með hina hefðbundnu vængmenn. Þetta er hið eina sanna skyndisóknarleikkerfi þar sem krafan er um eldfljóta sóknarmenn og oft eru skyndisóknir eini sóknarvalkostur þessa leikkerfis...svona KICK&RUN leikaðferð. Elliði telur að þetta leikkerfi sé dautt og eftir nokkur ár verður það minnismerki um leiðinlega íslenska knattspyrnu.

Lifi Fylkir...að eilífu

Engin ummæli: