Veit einhver...
Ef þegnar Hins Kúrbíska Heimsveldis vita um einhverjar blogsíður hjá einhverjum sem Kúrbíturinn þekkir eða kannast þá væri það vel þegið að þið mynduð setja slóð þeirra sem komment hér fyrir neðan.
Á leiðinni á San Síró...
Kúrbíturinn er á leiðinni á mekka ítalskrar knattspyrnu í kvöld ásamt vinum sínum...Elliða og Agli. Á dagskránni er stórleikur á milli AC Milan og Sparta Prag í Meistaradeild Evrópu, Kúrbíturinn er spenntur og býst við skemmtilegum leik. Kúrbíturinn var að hugsa um að hlaupa nakinn inn á völlinn í leit sinni af þessari 15 mínútna frægð sem allir sækjast eftir. Kúrbíturinn hefur hætt við þessi áform sín, ætlar að vera fullklæddur í stúkunni og ástæða þess er að Kúrbíturinn er spéhræddur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli