Steinninn í skónum...
Kúrbíturinn hefur átt við vandamál að stríða...það er steinn í skónum hans.
Þessi steinn gerði vart við sig fyrir nokkrum vikum, steinninn hefur ert Kúrbítinn og vildi Kúrbíturinn ná fram lausn í þessu máli. Þrátt fyrir einbeittan vilja var lengi vel ekki lausn í sjónmáli og stóð Kúrbíturinn á tímabili ráðþrota gagnvart þessu vandamáli. Þegar Kúrbíturinn gekk hamingjusamur um götur Mílanóborgar gerði steinninn honum lífið leitt en Kúrbíturinn hafði ekki þann framtakskraft sem þurfti til stoppa og fjarlægja steininn. Svo í hvert sinn þegar Kúrbíturinn lauk göngu sinni þá gleymdi hann ávallt að losa sig við steininn. Nú er svo komið að Kúrbíturinn finnst að steinninn eigi eiginlega heima í skónum, vill ekki slíta steininn frá æsluslóðum sínum og þykir á vissan hátt vænt um þennan stein.
Kúrbíturinn hefur því ákveðið að skórinn hans verði heimili þessa steins um ókomna framtíð og þeir búi saman hamingjusamir til æviloka.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli