mánudagur, 8. mars 2004

Fagnaðarerindið um gjörvalla heimsbyggðina
Það er ósk Kúrbítsins að umferðin á síðu hans verði mun meiri á komandi dögum, vikum og mánuðum. Það er algjörlega óviðunandi ástand að það komi u.þ.b. 150.000 manns á Mbl.is á einni viku á meðan einungis komi 250 manns inn á síðu Kúrbítsins á þessu sama tímabili, þetta er niðurstaða sem Kúrbíturinn á erfitt með að sætta sig við. Hann hóf útgerð þessarar síðu með það að markmiði að skáka öllum helstu samkeppnisaðilunum á þessum markaði......verða stærstur, bestur og flottastur. Þetta er ekki alveg að ganga eftir en Kúrbíturinn er ekki búinn að leggja árar í bát....hann mun halda ótrauður áfram og berjast þar til yfir lýkur.

Kúrbíturinn þarf á hjálp, góðmennsku og atorku aðdáenda hans um allan heim að halda, sem aldrei fyrr. Það sem aðdáendur Kúrbítsins þurfa að gera er að fara oftar inn á síðuna og svo miklu oftar eftir það. Það þarf að bera út fagnaðarerindið til allra þeirra sem vilja kynnast leyndardómi kúrbítsins.....sem er jafnframt leyndardómurinn um hina eilífu hamingju. Það þarf síðan að láta alla núverandi og verðandi aðdáendur Kúrbítsins fara oftar og miklu oftar inn á þessa dásamlegu síðu....sem eins og áður sagði inniheldur leyndardóminn um eilífa hamingju öllum til handa.

Gerum heiminn að fallegri, skemmtilegri og hamingjusamari stað með því að bera út fagnaðarerindið um gjörvalla heimsbyggðina.

Engin ummæli: