Hamingjuóskir frá Kúrbítshjónunum.....
Kúrbíturinn og hans ektakvinna óska Erlendi Þór og Huldu Sif innilega til hamingju með fæðingu erfingjans en þau eignuðust glæsilega stelpu á dögunum.
Stórkostleg ávaxtabúð...dýrkuð af Kúrbítnum
Kúrbíturinn hefur áður minnst á ávaxtabúðina sem er beint á móti húsinu þar sem Kúrbítshjónin búa. kúrbítshjónin höfðu ekki farið þangað fyrr en í fyrir nokkrum dögum og urðu svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þessi litla ávaxtabúð er stórkostleg, hlaðin úr múrsteinum á snilldarlegan hátt og er sérstök upplifun að skoða hana. Hún er full af girnilegum ávöxtum, rauðvíni og bjór...snilldar samsetning. Kúrbíturinn hefur ákveðið að versla í þessari yndislegu ávaxtabúð í framtíðinni og styrkja hinn ítalska einyrkja.
Gleðilega helgi......
Kúrbíturinn óskar aðdáendum sínum nær og fjær, til sjávar og til sveita, lágum sem háum, ungum jafnt sem gömlum, dökkhærðum sem ljóshærðum, krullhærðum jafnt sem slétthærðum, konum jafnt sem körlum, í lofti sem á láði, gagnkynhneigðum jafnt sem samkynhneigðum gleðilegrar helgar og farsældar í viku komandi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli