Langþráð afslöppun hjá Kúrbítnum
Kúrbíturinn er kominn í páskafrí, búinn að horfa til þessa dags í hyllingum og er tilfinningin góð. Næstu daga mun Kúrbíturinn nota til þess að hlaða batteríin, slappa ærlega af og njóta lífsins til hins ýtrasta.
Það er svo undarlegt...
Á íslandi stoppa bílar á gangbrautum, vegfarendur ganga yfir og vinka til bílstjóranna sem bíða þolinmóðir. Á Ítalíu aftur á móti gefabílstjórarnir í yfir gangbrautir, svínar fyrir vegfarendur, vinka svo til vegarandanna og þykjast vera rosalega leiðir yfir þessu öllu saman.
Svona er Ítalía í dag...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli