Skemmtilegur vinkill á lífið og tilveruna...
Kúrbíturinn birtir þessa grein eftir Gabriel García Márquez á Hinu Kúrbíska Heimsveldi þar sem hún gefur manni nýja sýn á lífið og um tilgang lífsins. Kúrbíturinn hvetur þegna sína til þess að lesa hana, hugleiða og uppgötva sannleiksgildið í henni.
Guð, ef ég ætti örlitið brot af lífi
Kólumbíska nóbelsskáldið Gabriel García Márquez hefur dregið sig í hlé frá opinberu lífi sökum veikinda. Márquez hefur skrifað vinum sínum bréf í tilefni þessara tímamóta og hefur því verið dreift á netinu.
Í bréfinu, sem ritað er á spænsku veltir skáldið því fyrir sér hvernig það myndi nýta tímann ef Guð gæfi aðeins örlítið meira af honum. Segir Márquez m.a. að hann myndi ekki meta hluti eftir verðgildi heldur eftir merkingu. “Ég myndi ekki segja allt sem ég hugsa en ég myndi örugglega hugsa allt sem ég segði. Ég myndi sofa lítið en dreyma meira, ég geri mér ljóst að á hverri mínútu sem við lokum augunum missum við af sextíu sekúndum ljóss.. Ég myndi ganga þegar allir hinir halda kyrru fyrir, ég myndi vakna þegar hinir svæfu.”
Síðar í þessu bréfi nóbelsskáldsins segir: “Guð minn góður ef ég ætti örlítið brot af lífi. Ég myndi ekki láta dag líða án þess að segjaa þeim sem ég elska frá tilffiningum mínum.”
Bréfi sínu lýkur skáldið með heilræðum: “Enginn á sér tryggðan morgundag, hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síðasta skipti þá sem þú elskar. Því skaltu ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp, þú munt örugglega harma daginn þann þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag, koss og þú varst of önnum kafinn til að verða við óskum annarra. Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnast þeirra, elskaðu þá og komdu vel fram við þá, taktu þér tíma til að segja "mér þykir það leitt”, “fyrirgefðu mér”, “viltu vinsamlegast”, þakka þér fyrir” og öll þau kærleikans orð sem þú þekkir. Enginn mun minnast þín sökum leynilegra hugrenninga þinna. Biddu Drottinn um styrk og geta til að tjá þær. Sýndu vinum þínum hversu mikils virði þeir eru þér.”
Heimild: Morgunblaðið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli