Svona er nú lífið...
Kúrbíturinn býr á Ítalíu um þessar mundir og eins og staðan er í dag þá er hann ekkert á heimleið á næstunni. Kúrbítnum finnst spennandi að búa erlendis, uppgötva nýja menningu og kynnast fólki frá öðrum þjóðlöndum. Það gefur manni nýja sýn á heiminn, þroskast sem manneskja og gefur manni góða reynslu sem á eftir að nýtast manni í framtíðinni. En að dveljast langdvölum erlendis hefur ekki einungis jákvæðar hliðar eins og allt annað, maður saknar náttúrulega Íslands, fjölskyldunnar og allra sinna vina og kunningja. Kúrbíturinn staldrar oft við og hugsar um það hvað er það mikilvægasta í þessum heimi, hvað gefur manni mest og hvernig vill maður horfa til baka þegar maður er orðinn gamall maður. Vill maður búa í fjarlægu landi og byggja þar upp nýtt líf eða vill maður búa nálægt þeim sem manni þykir vænst um og gefa manni hvað mest þegar upp er staðið.
Svona er lífið...uppfullt af stórum spurningum og alltaf erfitt er að finna réttu svörin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli