fimmtudagur, 22. apríl 2004

Væri Kjartan Sturluson að svíkja Fylki?
Það er sem er mest spennandi við framtíðina er að maður veit ekkert hvað gerist, hún er óljós og endastöðin getur verið hvar sem er og hvenær sem er. Kjartan Sturluson staldrar stundum við og hugsar um hvaða stefnu á að taka og hvert hann vill stefna í framtíðinni.

Kjartan Sturluson hefur mikinn áhuga á knattspyrnu, þó skórnir séu komnir tímabundið á hilluna þá er ekki fyrirséð með hvað framtíðin ber í skauti sér...Kjartan þrátt fyrir allt elskar að spila knattspyrnu. Elliði hefur, eins og komið hefur fram mikinn áhuga á knattspyrnu en Kúrbíturinn aftur á móti hefur ekki mikinn áhuga. Kúrbíturinn er frekar mikill bóhem í sér, vill slaka á og njóta allra þeirra lystisemda sem heimurinn hefur upp á bjóða. Það eru því nokkrir hagsmunaárekstrar á milli þeirra félaga og þeir reyna báðir að hafa áhrif á ákvarðanir Kjartans.

Elliði hefur komið fram með eina tillögu sem Kjartani líst nokkuð vel á og getur vel hugsað sér. Þar sem Kjartan ákvað að fara í mastersnám í viðskiptafræði þvert gegn vilja Elliða sem vildi frekar að hann héldi áfram að spila knattspyrnu og ná Íslandsmeistartitlinum eftirsótta þá hefur Elliði nokkuð um það að segja hver næsta ákvörðun Kjartans verður. Kúrbíturinn aftur á móti var hvatamaðurinn að baki þessarar Ítalíuferðar Kjartans. Hugmynd Elliða er að Kjartan spili með Libertas Brera á næsta keppnistímabili, sem honum hefur þegar boðist, og koma svo heim í brjáluðu formi og spila með íslensku knattspyrnufélagi sumarið 2005. Kjartan myndi síðan halda af landi brott eftir að keppnistímabilinu lyki til að öðlast enn meiri frægð í framandi löndum. Kjartan hefur nokkurn áhuga á því að spila knattspyrnu á nýjan leik en það eru tvær spurningar sem vakna í sambandi við þá löngun Kjartans. Í fyrsta lagi þá er Kjartan nokkuð spenntur fyrir því að finna sér vinna erlendis strax eftir útskrift eins og Kúrbíturinn hefur lagt til og í öðru lagi þá yrði Kjartan að ráðfæra sig við Kúrbítinn, Elliða og að sjálfsögðu við Kúrbítskvinnuna um það hvað sé best að gera í framhaldinu.

Það er eitt vandamál ef Kjartan fer aftur heim að spila knattspyrnu...honum þætti mjög erfitt að spila í búningi einhvers annars liðs á Íslandi en Fylkis. Kjartan hefur einungis spilað með Fylki á sínum ferli, er mjög stoltur af því og elskar félagið af öllu hjarta. En staðan er bara þannig að markmaður Fylkis í dag, Bjarni Þórður Halldórsson, er kominn með stöðu Kjartans og staðan verður ekki tekin af honum svo auðveldlega. Kjartan verður bara að átta sig á því að kannski er hans tími búinn hjá þessu stórkostlega félagi og hann verði að leita fyrir sér annars staðar. Það yrði örugglega ekki auðvelt fyrir Kjartan að ná stöðunni sinni til baka og þó hann gæti það þá væri það ekki réttlátt gagnvart ungum og efnilegum markverði Fylkis í dag....eins og knattspyrnuáhugamaðurinn Elliði hefur oft sagt áður þá á Fylkir að hugsa til framtíðar og treysta ungu og efnilegu leikmönnunum sínum. Það verður því að teljast líklegt að Kjartan spili með öðru liði en Fylki keppnistímabilið 2005, mæti í Árbæinn staðráðinn í að ná í 3 stig...með mjög svo blendnar tilfinningar.

Kúrbíturinn hefur ákveðnar áhyggjur af þeim ráðahag Kjartans aað fara að spila á nýjan leik. Þær felast í því að Kjartan spilaði allan sinn feril hjá Fylki, þroskaðist þar sem knattspyrnumaður og þar vann hann góða sigra. Ímynd Kjartans sem knattspyrnumanns felst í þeirri staðreynd að hann spilaði einungis með einu félagi og tók stóran þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem þar hefur orðið á síðastliðnum 10 árum. Mun þessi ímynd Kjartan verða fyrir miklum skaða ef hann kemur heim og spilar fyrir annað félag eitt keppnistímabil? Kjartan vill fyrir víst láta minnast sín sem leikmanni sem var trúr sínu félagi en ekki einn af þeim sem skiptu um félög eins og nærbuxur. Allt eru þetta stórar spurningar sem Kjartan verður að gera upp við sig á næstu mánuðum.

En það er langt í keppnistímabilið 2005, margt getur gerst þangað til og enginn veit sína ævi alla fyrr en öll er...LIFI FYLKIR AÐ EILÍFU.

Engin ummæli: