þriðjudagur, 27. apríl 2004

Kúrbíturinn hefur kenningu um þetta allt saman...
Það hafa undarlegir hlutir átt sér stað hér í Mílanóborg á síðustu vikum. Það er eins og þvottavél Kúrbítsins nái að minnka öll fötin hans og er nú svo komið að hann passar ekki í eina einustu spjör. Kúrbíturinn hefur hafið undirbúning að lögsókn á hendur þvottavélaframleiðandanum, vill fá spjarirnar sínar bættar og háar skaðabætur í þokkabót.

Það hefur aftur á móti önnur skýring komið fram á því af hverju Kúrbíturinn passi ekki í fötin sín og hún er sú að hann hafi stækkað nokkuð á þverveginn á undanförnum vikum og passi ekki í fötin sín af þeim sökum. Kúrbíturinn blæs á þessar kenningar, finnst þær úr lausu lofti gripnar og verður argur ef einhver minnist á þær einu orði.

Kúrbíturinn vill árétta það að fötin hafa hlaupið og ekki orð um þetta meir...

Engin ummæli: