mánudagur, 3. maí 2004

Það er þjarmað að Hinu Kúrbíska Heimsveldi...
Hið Kúrbíska Heimsveldi hefur vaxið gríðarlega á undanförnum misserum, sem náttúrulega stórkostlegt en böggull fylgir oft skammrifi. Kúrbíturinn hefur af því áhyggjur að ákveðnum ráðamanni á klakanum gæti farið að finnast umsvif heimsveldisins of mikil, vilja jafnvel stemma stigu við þennan gríðalega vöxt og jafnvel brjóta heimsveldið upp í smáar einingar.

Kúrbíturinn gæti þurft að grípa til sértækra aðgerða ef hið umdeilda fjölmiðlafrumvarp verður samþykkt á þessu þingi sem senn er á enda. Þessar aðgerðir gætu haft mikil áhrif á starfsemi Hins Kúrbíska Heimsveldis, miklar breytingar yrðu á innviðum þess og Kúrbíturinn gæti jafnvel þurft að segja Elliða upp starfi sínu hjá heimsveldinu.

Kúrbíturinn vill biðja þegna Hins Kúrbíska Heimsveldis um hjálp, berjast gegn þessum breytingum og bjarga Hinu Kúrbíska Heimsveldi.

Lifi Hið Kúrbíska Heimsveldi...

Engin ummæli: