miðvikudagur, 5. maí 2004

Er hárið óaðskiljanlegur hluti af Kúrbítnum?
Undanfarinn áratug hefur Kúrbíturinn verið með nokkuð sítt hár, í ýmsum útfærslum en alltaf nokkuð sítt. Nú er svo komið að Kúrbíturinn telur að hárið er orðið hluti af sál Kúrbítsins, persónuleika og skapgerð. Kúrbíturinn hefur áhyggjur af því hvað myndi gerast ef hann myndi skerða hár sitt, myndi hluti af honum hverfa og hann verða fátækari fyrir vikið? Kúrbíturinn er orðinn háður hárinu, líður illa við tilhugsunina að vera án þess og myndi líklega vera eins og fiskur á þurru landi. Er þetta eðlilegar hugsanir hjá Kúrbítnum eða einungis ímyndun og jafnvel geðveiki?

Kúrbíturinn á leið á tónleika...
Kúrbíturinn hefur ákveðið að fara á tónleika næstkomandi mánudagskvöld ásamt kvinnu sinni og kannski einhverjum fleirum Mílanóbúum. Þetta eru tónleikar með íslensku hljómsveitunum Múm og Mugison og eru þeir haldnir í litlum klúbbi í úthverfi borgarinnar. Kúrbíturinn hlakkar til að fara á þessa tónleika enda í fyrsta sinn sem hann fer á tónleika með íslenskum hljómsveitum á erlendri grundu.

Engin ummæli: