fimmtudagur, 6. maí 2004

Eignarhlutur Kúrbítsins til sölu...
Eins og fram hefur komið áður hefur Hið Kúrbiska Heimsveldi vaxið alveg gríðarlega undanfarin misseri og er nú svo komið að það hefur algjörlega markaðsráðandi stöðu á sínum markaðskima. Þar sem Kúrbíturinn er íslenskur ríkisborgari þá á hann sinn hlut í Rískissjónvarpinu, sem rekur eina sjónvarpsstöð, tvær útvarpsstöðvar og virkan fréttavef á netinu. Samkvæmt hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar getur ekki sami aðili átt hlut í markaðsráðandi fyrirtæki og hlut í fjölmiðli á sama tíma. Af þeim sökum getur Kúrbíturinn ekki átt áfram 100% hlut sinn í Hinu Kúrbíska Heimsveldi ásamt því að eiga sinn 0,0004% hlut í fjölmiðlabákni allra landsmanna.

Þar sem Kúrbíturinn mun ekki láta af hendi eignarhlut sinn í Hinu Kúrbíska Heimsveldi þá auglýsir hann hér með eftir tilboðum í eignarhlut sinn í fjölmiðlabákni allra landsmanna. Kúrbíturinn hvetur alla þá sem hafa áhuga á þessum eignarhlut Kúrbítsins að leggja fram tilboð sem komment hér fyrir neðan.

Engin ummæli: