Eignarhlutur Kúrbítsins til sölu...
Eins og fram hefur komið áður hefur Hið Kúrbiska Heimsveldi vaxið alveg gríðarlega undanfarin misseri og er nú svo komið að það hefur algjörlega markaðsráðandi stöðu á sínum markaðskima. Þar sem Kúrbíturinn er íslenskur ríkisborgari þá á hann sinn hlut í Rískissjónvarpinu, sem rekur eina sjónvarpsstöð, tvær útvarpsstöðvar og virkan fréttavef á netinu. Samkvæmt hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi Davíðs Oddssonar getur ekki sami aðili átt hlut í markaðsráðandi fyrirtæki og hlut í fjölmiðli á sama tíma. Af þeim sökum getur Kúrbíturinn ekki átt áfram 100% hlut sinn í Hinu Kúrbíska Heimsveldi ásamt því að eiga sinn 0,0004% hlut í fjölmiðlabákni allra landsmanna.
Þar sem Kúrbíturinn mun ekki láta af hendi eignarhlut sinn í Hinu Kúrbíska Heimsveldi þá auglýsir hann hér með eftir tilboðum í eignarhlut sinn í fjölmiðlabákni allra landsmanna. Kúrbíturinn hvetur alla þá sem hafa áhuga á þessum eignarhlut Kúrbítsins að leggja fram tilboð sem komment hér fyrir neðan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli