miðvikudagur, 12. maí 2004

Fylltist af stolti á mánudaginn var...
Kúrbíturinn fór á tónleika á mánudagskvöldið hér í Mílanóborg með íslensku hljómsveitunum Múm og Mugison. Tónleikarnir voru haldnir á skemmtilega drungalegum neðanjarðarstað í úthverfi Mílanóborgar, staðurinn nokkuð stór og er skrambi þekktur.

Kúrbíturinn fylltist af þjóðarstolti á þessum tónleikum, hallaði sér aftur á bak með gin í glasi og hugsaði með sjálfum sér “íslendingar eru langbestir”.

Kúrbíturinn skemmti sér vel...

Elliði vill sínu fram...
Nú nálgast óðfluga sá tími ársins að boltinn fari að rúlla á iðagrænum knattspyrnuvöllum landsmanna. Þá breikkar brosið á landanum, spennan eykst og alvaran hefst. Nú eru einungis 4 dagar í fyrsta leik, leikskipulag Fylkis að skýrast sem og hvernig byrjunarliðið verður skipað. Elliði hefur fylgst með úr langri fjarlægð hvernig byrjunarliðið og leikskipulagið hefur verið í æfingaleikjum, Elliði hefur verið sammála sumu en andsnúinn öðru...svona eins og gengur og gerist. Elliði hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann myndi vilja sjá byrjunarliðið í sumar og hvernig leikskipulagið ætti að vera. Hér á eftir mun Elliði opinbera sitt draumabyrjunarliðið sitt, leikskipulag og spá sína fyrir sumarið.

Fylkisliðið hefur verið að spila leikkerfið 4-4-2 í undanförnum leikjum en það er þetta kerfi sem best er að grípa til þegar þjálfarinn hefur ekki ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vill láta liðið spila. Elliði er ánægður með að ekki var farið út í miklar breyttingar á vörninni, telur hana eiga eftir að verða sterka í sumar og með Bjarna sterkan þar fyrir aftan...þá er það nú upptalið. Elliði telur þetta 4-4-2 kerfi sem liðið er að spila eiginlega vera gamla 4-3-3 leikkerfið í dulbúningi. Þegar liðið er að spila með Helga Val og Óla Palla á köntunum þá mun það gerast undantekningalaust að Helgi Valur mun draga sig inn á miðjuna og Óli Palli færa sig framar...hvað er þetta þá annað en gamla 4-3-3 leikkerfið. Elliði vill að liðið spili leikkerfið 4-3-1-2, telur það henta liðinu vel og árangurinn muni ekki standa á sér. Varnarlínan myndi halda sér, við myndum spila með þrjá miðjumenn, að auki einn sókndjarfan miðjumann milli miðju og sóknar og síðan myndum við spila með tvo framherja. Elliði ætlar ekki að fara að nánar út í smáatriði hér, kastar þessu bara fram og lætur þetta í dóm þegna sinna.

Byrjunarlið Elliða í þessu leikkerfi yrði nokkuð breytt frá því sem nú er og telur Elliði að þetta sé sterkasta byrjunarliðið sem við höfum á að skipa í dag. Í markinu verður Bjarni, vörnina munu skipa Helgi Valur, Valur Fannar, Þórhallur Dan og Gunnar Þór, miðjan yrði skipuð Finn Kolbeinssyni, Guðna Rúnari og Ólafi Stígssyni, á milli miðju og sóknar yrði Eyjólfur og sóknardúettinn munu skipa Sævar Þór og Björgólfur. Þar sem leikmannahópur Fylkis er breiður þá verður erfitt fyrir Þorlák að velja hópinn hverju sinni...margir verða kannski ekki alveg sáttir hverju sinni. Það eru margir tilbúnir til þess að koma inn í þetta og axla ábyrgð, t.d. Jóhann, Albert, Ragnar, Óli Palli, Þorbjörn Atli, Gústi, Björgvin, Jón Hermanns og Arnar Þór. Elliða hefur alltaf fundist að Helgi Valur eigi heima sem sókndjarfur bakvörður, þar spilar hann best og vill Elliði hafa hann í þeirri stöðu. Að auki telur Elliði að Guðni Rúnar ætti að nýtast félaginu betur sem miðjumaður en í vörninni...það er einhvern veginn fast inn í hausnum á Elliða frá fornu fari.

Elliði hefur ákveðið spá sína fyrir komandi Íslandsmót og er hún eftirfarandi:

1-3 Fylkir
1-3 ÍA
1-3 KR
4 Keflavík
5 FH
6 Fram
7 KA
8 Grindavík
9 ÍBV
10 Víkingur


Elliði getur ekki ákveðið stöðu efstu liða, öll eiga þau möguleika á því að vinna þetta mót en það er margt sem spilar inn í, svo sem meiðsli, álag og dómaraskandalar. Það er mikil stemming í Hafnarfirðinum þessa dagana og telur Elliði að pressan verði of mikil og þeir gefi eftir á síðustu metrunum. Keflavík mun verða spútnikliðið, komið að ÍBV að falla ásamt Víkingum en Grindavík og KA bjarga sér fyrir horn.

Elliði vill óska Guðmanni Haukssyni til hamingju með daginn, óskar honum velfarnaðar og vonar að hann njóti dagsins í botn.

Elliði lætur hér staðar numið enda blekið í pennanum uppurið.

Lifi Fylkir að eilífu...

Íhugar tilboðin...
Kúrbíturinn verður að viðurkenna það að hann bjóst við aðeins meiri áhuga á eignarhlutnum hans, aðeins fleiri tilboðum og kannski ívið hærri tilboðum. Kúrbíturinn var svo innilega að vonast eftir 2 kippum eða jafnvel tveimur rauðvín...Kúrbíturinn er þrátt fyrir allt sáttur.

Kúrbíturinn hefur ákveðið að taka báðum tilboðunum, splitta upp eignarhlut sínum og gera Storminn og Sprellann að stærstu einstöku hluthöfunum í Fjölmiðlabákni allra landsmanna.

Kúrbíturinn þakkar Storminum og Sprellanum fyrir þáttökuna í þessu fyrsta hlutabréfaútboði í Fjölmiðlabákni allra landsmanna.

Engin ummæli: