föstudagur, 14. maí 2004

Hvað það verður veit nú enginn...
Kúrbíturinn hugsar ekki mikið um framtíðina þessa dagana, lætur námið og kvinnu sína hafa forgang og að nýtur lífsins til hins ýtrasta. Kúrbítshjóin vita ekki mikið um hvað þau ætla að gera á næsta ári og hvað þá á árinu þar á eftir. Kúrbíturinn hefur ákveðið að hugsa ekki um nein framtíðarplön fyrr en hann hittir konu sína á Indlandi í ágúst. Kúrbíturinn telur það gott að þau hjónin ákveði næstu skref lífsins í nýju umhverfi þar sem venjulegar og rútínubundnar aðstæður hafa ekki áhrif á ákvarðanir þeirra. Á Indlandi munu þau geta hreinsað hugann og virkilega komist að því sem þau vilja gera í nánustu framtíð...hvað þau vilja gera, hvar þau vilja vera, etc.

Kúrbíturinn mun koma með fréttir af framtíðarplönum Kúrbítshjónanna í byrjun septembermánaðar...þvílík spenna.

Engin ummæli: