mánudagur, 31. maí 2004

Það eru alltaf plúsar og mínusar...
Kúrbíturinn er búsettur á Ítalíu þessa stundina, líkar vel við borgina og er nokkuð sáttur við lífið og tilveruna. Þrátt fyrir þónokkra hamingju þá saknar Kúrbíturinn margra hluta frá gamla góða Íslandi og hlakkar til að njóta þeirra einhverntíman í framtíðinni. Hér á eftir koma topp 5 listar yfir hluti sem Kúrbíturinn saknar og saknar ekki frá Íslandinu góða.

Kúrbíturinn saknar þess að:
1. fara í sumarbústað, liggja í leti og hafa það gott.
2. fara í veiði með félögunum, væta öngulinn og festa hann síðan í rassinn áður en haldið er heim á leið.
3. fara í útileigu í flottri íslenskri náttúru.
4. fara á BVT-kvöld með félögunum...að vísu hefur Kúrbíturinn ekki misst af þeim mörgum.
5. fara í gleðskap með félögunum, drekka sig skrallhálfan og syngja Varamannalagið.

Kúrbíturinn saknar þess ekki að:
1. fara á djammið í Reykjavík.
2. fara út í íslenska rigningu með íslensku roki.
3. fara í ÁTVR og láta féflétta sig.
4. fara í Smáralindina.
5. fara skafa snjóinn af bílnum klukkan hálfátta að morgni.

Það eru miklu fleiri hlutir sem Kúrbíturinn saknar frá Íslandi og eiga þeir flestir það sameiginlegt að tengjast vinum hans og íslenskri náttúru.

Ísland er land þitt...ralalalala

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ en hvað með okkur? það líður ekki sá dagur að við hugsum um þig. Mér finnst þetta leiðinlegt að heyra... áfrám Fylkir... Knús litla skattafólkið..á laugaveginu.

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn hélt að hann þyrfti ekki að minnast á þann mikla RSK-söknuð sem er fyrir hendi.

Kúrbíturinn skilar kveðju til allra á RSK og þakkar fyrir sig.

K, Kúrbíturinn