föstudagur, 28. maí 2004

Nú er útlitið hvítt...
Kúrbíturinn hefur á undanförnum vikum tekið eftir þónokkrum breytingum á sjálfum sér. Eins og áður hefur komið fram á Hinu Kúrbíska Heimsveldi hefur mikill fjöldi aukakílóa gert vart við sig á líkama Kúrbítsins...en það er svo sannarlega ekki það eina. Kúrbíturinn hefur tekið eftir því að hár hans er að skipta litum, í stað dökku hárlokkkanna eru komnir hvítir lokkar. Þessi þróun hefur verið hröð, hvítu lokkarnir verða brátt í meirihluta og býst Kúrbíturinn við að verða algjörlega hvíthærður þegar hann kemur á klakann í desember.

Margir myndu halda að Kúrbíturinn myndi ætla sér að fara í mál við foreldra sína, telja þetta vera fæðingargalla og krefjast hárra fjárhæða í skaðabætur, Kúrbíturinn hefur ákveðið að fara ekki þá leið, heldur sætta sig við orðinn hlut og reyna horfa jákvæðum augum á framtíðina.

Hvíthærður með bumbu...hvernig líst þegnum Hins Kúrbíska Heimsveldis á þróun mála?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TÖFF! verður eins og Picasso og Albert Einstein, ekki slæmur kokteill það :)))
Sæþór

Álfheimafjölskyldan sagði...

Þinn leiðtogahæfileiki og ást okkar þegnana mun bara aukast með meira magni af þér og hvítum virðulegum lokkum.........svo fer kórónan svo vel við hvítt;)

BJ sagði...

Ó mæ god