Nú skiljast leiðir...
Miklar breytingar eiga sér stað á Hinu Kúríska Heimsveldi þessa dagana. Undanfarna mánuði hefur Elliði verið gestapenni á Hinu Kúrbíska Heimsveldi, skrifað pistla um sitt ástkæra knattspyrnufélag og staðið sig nokkuð vel að mati Kúrbítsins. Samstarf þeirra félaga hefur gengið nokkuð vel, þeim hefur verið vel til vina þrátt fyrir ólíkan lífstíl þeirra, viðhorf og skoðanir.
Þrátt fyrir þetta góða samstarf hafa Kúrbíturinn og Elliði ákveðið að slíta samstarfinu, fara hvor í sína áttina og láta á það reyna hvort þeir geti staðið á eigin fótum. Aðalástæðan fyrir samstarfsslitum þeirra félaga var mikill ágreiningur um ímynd Hins Kúrbíska Heimsveldis. Kúrbíturinn hefur alla tíð viljað fá sinn græna kennilit á Hið Kúrbíska Heimsveldi á meðan Elliði hefur barist fyrir hinum appelsínugula lit Fylkis. Þeir telja því best að nú skilji leiðir, fari í sitthvora áttina og þeir byggi upp hvor sína ímynd.
Elliði hefur því opnað sína eigin síðu undir slóðinni www.ellidinn.blogspot.com, tengill á hina nýju síðu er hér til hægri á heimsveldinu. Biður Elliði aðdáendur sína velkomna á sinn nýja heimavöll þar sem hann mun viðra skoðanir sínar um ókomna tíð. Elliði mun þar birta sína vikulegu pistla og stundum munu aðdáendur hans fá 1-2 greinar vikulega í kaupæti...svona ef Elliðanum brennur eitthvað á hjarta.
Kúrbíturinn og Elliði vona svo sannarlega að aðdáendur þeirra taki vel í þessar breytingar, kíki reglulega á þá félaga og breiði út boðskapinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli