miðvikudagur, 2. júní 2004

Allt er þegar þrennt er...
Kúrbítnum finnst stundum stórkostlegt að komast út úr borginni þar sem hann býr, Mílanó. Það er stundum nauðsynlegt að komast niður á strönd og láta sólina baka sig. Kúrbíturinn og hans kvinna fóru í frábæra ferð til Genova um síðustu helgi, heimsóttu skemmtilegt fólk, komust á ströndina, drukku rauðvín og skemmtu sér konunglega. Þó að Kúrbítshjónin hafi nú farið þrisvar sinnum til Genova á þessu ári þá er ekki beint borgin sjálf sem kallar á þau...heldur er alltaf skemmtilegt að heimsækja skemmtilegt fólk.

Engin ummæli: