þriðjudagur, 15. júní 2004

Kúrbíturinn reynir að bera sig vel...
Það hefur margt verið að gerast í lífi Kúrbítsins undanfarna daga, margt átt sér stað og að mörgu að hyggja. Kvinnna Kúrbítsins flaug til London síðastliðinn föstudag og mun fljúga áfram til Indlands seinna í dag. Eftir hið langa aðlögunarnámskeið sem Kúrbíturinn sótti undir handleiðslu kvinnu sinnar hélt hann að hann væri vel undirbúinn og tilbúinn til þess að vera án hennar allan þennan tíma...ekki aldeildis. Þetta verða erfiðir tímar fyrir Kúrbítinn, söknuðurinn mikill og þráin að sjá kvinnu sína aftur sjóðandi heit.

Kúrbíturinn hlakkar mikið til að sjá kvinnu sína í indversku borginni Chennai þann 3. ágúst en hann mun dvelja hjá henni í þrjár vikur...það verður stórkostlegt.

Þá verður kátt í höllinni höllinni og þá verður kátt í höllinni HÖLLINNI...

Ný könnun á Hinu Kúrbíska Heimsveldi...
Ný könnun hefur litið dagsins ljós á Hinu Kúrbíska Heimsveldi og að þessu sinni spyr Kúrbíturinn Í hverri af þessum borgum vildirðu helst búa? ...Kaupmannahöfn, Mílanó, Barcelona eða London. Kúrbíturinn hvetur þegna sína til að taka þátt og vera þannig virkir í þeirri lýðræðisþróun sem á sér stað á Hinu Kúrbíska Heimsveldi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn saknar kvinnur sinnar rosalega mikið, hlakkar til að hitta rottuna og kannski verður hann bara að leika við hana meðan kvinnan hans fer í vinnuna.

Nafnlaus sagði...

ohh þið eruð svo sæt sniff sniff, sakna ykkar beggja dúllur- reynið að þrauka þetta!
knús og kossar frá mílanóheimsóknarvinkonukvinnunarsemkallarþigkikioghanafifi :)
...getiði hver