þriðjudagur, 22. júní 2004

Áróður: Þá værir botninum náð...
Á Íslandi þarf hver og einasti landsmaður að greiða afnotagjöld til Ríkisútvarpsins hvort sem honum líkar það betur eða verr. Það er að sjálfsögðu ekki sanngjarnt að þurfa að greiða háar fjárhæðir árlega í eitthvert bákn sem hefur það að markmiði að bjóða upp á samansafn af lélegasta sjónvarpsefni sem völ er á.

Nú býður Ríkisútvarpið upp á fjölbreytt efni, bæði sjónvarps- og útvarpsefni, á netinu...sem íslendingar sem búsettir eru erlendis taka fagnandi. Þar sem þessir Íslendingar sem búsettir eru erlendis eru ekki með skráð sjónvarpstæki á Íslandi þá greiða þeir ekki afnotagjöld til Ríkissjónvarpsins. En þrátt fyrir að þeir greiði ekki afnotagjöldin þá nýta þeir þessa þjónustu Ríkissjónvarpsins í nokkru mæli, mismiklu þó.

Ef Ríkissjónvarpið vill vera samkvæmt sjálfu sér þá verður það að leggja á einhverskonar netafnotagjöld og gætu grætt með því stórkostlegar fjárhæðir. Þar sem hægt að nálgast þetta sjónvarps- og útvarpsefni Ríkissjónvarpsins hvaðanæva í heiminum þá getur Ríkissjónvarpið að rukka hvern einn og einasta eintakling í heiminum sem er skráður notandi að netinu, hvort sem það er á Ítalíu, Íslandi, Armeníu eða Malasíu.

Þetta gæti verið stórkostlegt tækifæri fyrir Ríkissjónvarpið til þess að fullkomna það óréttlæti sem nú er við lýði.

Lifi ranglætið...

Engin ummæli: