mánudagur, 28. júní 2004

Með aðra höndina í fatla...
Ítalir eru mjög þekktir fyrir að nota allan líkamann þegar þeir tala, sérstaklega hendurnar, á meðan við Íslendingar notum eingöngu munninn...ef við notum hann þá yfirleitt. Það er oft gaman að fylgjast með Ítölunum þegar þeir standa í stórræðum, rífast um fótbolta því þá er hamagangurinn mikill. Ef maður myndi festa hendurnar á Ítala fyrir aftan bak þá myndi hann missa málið, ekki segja orð því svo mikilvægar eru hendurnar sem tjáningartæki.

Á Ítalíu er komin mikil hefð fyrir handfrjálsum farsímabúnaði og nota þeir þennan búnað allan daginn en ekki bara þegar þeir eru að keyra eins og tíðkjast í öðrum löndum. Ástæðan fyrir því að Ítalir tóku þessum búnaði opnum örmum er sú að með honum geta þeir notað báðar hendurnar til þess að tjá sig. Það skiptir engu máli hvort þeir séu að tala við manneskju auglitis til auglitis eða tala við manneskju í fjarlægri heimsálfu í gegnum farsíma...hendurnar verða þeir að nota.

1 ummæli:

Darri sagði...

Enda algjörir fagmenn þessir Ítalir! Það er ljóst :)