þriðjudagur, 29. júní 2004

Margt hefur klikkað...
Nú hefur Kúrbíturinn verið einn í Mílanóborg í rúmar 2 vikur, aðlögunin hefur gengið illa og hefur hann saknað kvinnu sinnar mjög sárt. Það hefur margt sem hann lærði á “Sjálfsbjörgunarnámskeiðinu fyrir Kúrbíta sem eiga að vera einir í 6 mánuði” farið úrskeiðis. Hér á eftir kemur topp 10 listi yfir þau atriði sem Kúrbíturinn hefur klikkað á til þessa:

1. Kúrbíturinn gleymir alltaf að setja klósettsetuna niður

2. Kúrbíturinn gleymir alltaf í hvaða hólf á þvottavélinni þvottaefnið á fara

3. Kúrbíturinn gleymir alltaf að vaska upp eftir kvöldmatinn

4. Kúrbíturinn gleymir alltaf að þvo á hvíta þvottinn sér

5. Kúrbíturinn gleymir alltaf að setja lokið á tannkremstúpuna

6. Kúrbíturinn gleymir alltaf að kaupa grænmeti þegar hann fer í matvörumarkaðinn

7. Kúrbíturinn gleymir alltaf að fara úr skónum þegar hann kemur heim

8. Kúrbíturinn gleymir alltaf að slökkva ljósin á baðinu

9. Kúrbíturinn gleymir alltaf að taka nesti með sér í skólann

10. Kúrbíturinn gleymir alltaf að fara í fötin sín á réttunni

Þrátt fyrir öll þessi atriði sem Kúrbíturinn hefur klikkað á hingað til þá á hann enn von. Kvinna Kúrbítsins mun kippa þessu öllu í lag á fáeinum vikum þegar þau hjónin sameinast á nýjan leik. Kúrbíturinn er háður kvinnu sinni, getur ekki án hennar verið en hefur það að markmiði að komast nokkuð heill frá þessari raun.

Kúrbíturinn dýrka sína kvinnu...

Engin ummæli: