Nærbuxnamálin...
Kúrbíturinn á nokkur stykki af nærbuxum, af ólíkum tegundum en nær allar eru þær svartar. Um síðustu jól gerðust undur og stórmerki, Kúrbíturinn fékk í gjöf frá systur sinni stórkostlegar appelsínugular nærbuxur og var hann í skýjunum með fenginn. Þetta eru rándýrar nærbuxur hvorki meira en minna en Hugo Boss...en ekki voru þær jafn fullkomnar og þær litu út fyrir í fyrstu. Þetta eru svona nærbuxur sem eru boxerar en með alveg svakalega stuttum skálmum. Þegar skálmarnar eru svona stuttar þá þurfa þær að vera nokkuð þröngar því annars fer vinurinn og kúlurnar tvær eitthvert á flakk...sem er einmitt málið hjá Kúrbítnum í þessu tilviki. Kúrbítnum finnst það vera mjög hvimleitt þegar fyrsta kúlan fer á flakk, síðan sú seinni og á endanum fer vinurinn sömu leið. Kúrbíturinn hefur upp á síðkastið haft þessar nærbuxur sem svona varanærbuxur þegar allar hinar liggja í valnum. Það hefur bara gerst alltof oft upp á síðkastið að Kúrbíturinn þurfi á þeim að halda...því það er nú ekki oft sem Kúrbíturinn hendir í vél.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli