mánudagur, 14. júní 2004

Svo sannarlega stærri en...
Það hafa margir verið að bera saman tvo af þekktustu einræðisherra samtímans á undanförnum vikum...Kúrbítinn og hinn íslenska einræðisherrann. Það kemur svo sannarlega í ljós við þennan samanburð að Kúrbíturinn er mun stórkostlegri en hann. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem sýna fram á þessa stórkostlegu yfirburði Kúrbítsins og gera hann að stórkostlegasta einræðisherra samtímans:

# Kúrbíturinn er svo sannarlega hærri en hinn íslenski einræðisherrann

# Kúrbíturinn er svo sannarlega gráhærðari en hinn íslenski einræðisherrann

# Kúrbíturinn er svo sannarlega yngri en hinn íslenski einræðisherrann

# Kúrbíturinn er svo sannarlega feitari en hinn íslenski einræðisherrann

...og svona mætti lengi telja.

Þrjár forvitnilegar reglur í ítalskri matar- og drykkjarmenningu:

1. Ítalir nota aldrei Parmeggiano (Kúrbíturinn telur að Íslendingar noti orðið Parmisan eða e-h svoleiðis) með öðrum osti...er alltaf eini osturinn ef hann er notaður.

2. Ítalir nota aldrei ost með fiski því þeir telja hann spilla bragðinu af sjálfum fiskinum.

3. Ítalir drekka aldrei cappuccino eftir mat...þar sem þeir líta á cappuccino sem máltíð sem getur staðið ein og sér.

Nóg um þetta að sinni...

Engin ummæli: