fimmtudagur, 10. júní 2004

Hætti við allt saman...
Kúrbíturinn hefur tekið nokkuð mikið af myndum upp á síðkastið, fannst þær vera flottar og var nokkuð stoltur af þeim. Við nánari skoðun þá eru öll þessi nýkomnu aukakíló mjög áberandi á hverri einustu mynd og er Kúrbítur svona sambland af hval og flóðhesti á þessum myndum. Kúrbíturinn hafði í hyggju að setja þessar myndir inn á Hið Kúrbíska Heimsveldi en snarhætti við þá ráðagerð...Kúrbíturinn er í dag er sko sannkölluð fitubolla.

Útskriftin verður í kvöld...
Kúrbíturinn hefur verið á ströngu námskeiði undanfarnar vikur og mánuði, námskeiðið kallast Sjálfsbjörgunarnámskeið fyrir þá sem eru að missa kvinnu sína til Indlands" og hefur hann staðið sig nokkuð vel svona þegar á heildina er litið.

Kúrbíturinn mun sakna kvinna sinnar stórkostlega, hlakkar til að hitta hana á Indlandi i byrjun ágústmánaðar og byrjaður að telja niður dagana.

Kúrbíturinn dýrkar sína kvinnu...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

... og kvinnan dýrkar sinn kúrbít...

Nafnlaus sagði...

Hey hey,
Erudi ekki med neinar mndir lengur? Eda er eg blind?
Beid spennt eftir ad skoda einhverjar raudvinsdrykkjumyndir...
Reyndu ad gera eitthvad i thessu!!!
tina toff