þriðjudagur, 8. júní 2004

Kúrbíturinn... á lýðræðisnótum
Kúrbíturinn hefur ákveðið að koma til móts við þegna sína sem kvartað hafa yfir skorti á lýðræði í Hinu Kúrbíska Heimsveldi og ásakað Kúrbítinn um einræðistilburði og valdafíkn. Kúrbíturinn hefur fundið fyrir því að gjá hafi myndast milli Kúrbítsins og þegna hans og af þeim sökum hefur hann ákveðið að halda heimsveldisatkvæðagreiðslu svo fljótt sem kostur er. Atkvæðagreiðslan verður þó haldin með nokkrum skilyrðum sem eru eftirfarandi: krafist verður 99,8% kosningaþátttöku, atkvæðagreiðslan verður haldin í Mílanó, engin utankjörstaðaratkvæði verða tekin til greina og þeim sem eru á móti skoðunum Kúrbítsins verður ekki leyft að taka þátt.

Svona er lýðræðið í dag... að minnsta kosti á Íslandi.

Engin ummæli: