miðvikudagur, 14. júlí 2004

Mikil tíðindi á ferðinni...
Nýr stórkostlegur netrithöfundur er kominn fram á sjónarsviðið, Kúrbíturinn mælir svo sannarlega með honum og hvetur þegna sína til þess að kíkja á hann með því að smella hér. Sá sem talað er um kallar sig Haffaling, er stórkostlegur vinur Kúrbítsins og hefur verið það síðan elstu menn muna.

Útþensla Hins Kúrbíska Heimsveldis...
Kúrbíturinn hefur hug á því að bjóða fram breiðfylkingu fyrir næstu þingkosningar og breyta nafni lýðveldisins í Hið Kúrbíska Heimsveldi. Fósturjörð okkar Íslendinga mun þrátt fyrir það halda nafni sínu, Kúrbíturinn hefur hug á því að búa til sannkallað heimsveldi með Ísland sem nafla og breiða út boðskapinn um veröldina alla. Fyrst mu Kúrbíturinn innlima Færeyjar inn í heimsveldið, síðan hin norðurlöndin og síðan koll af kolli.

Lifi Hið Kúrbíska Heimsveldi...brátt um allan heim.

Engin ummæli: