Tilgangur tækisins...
Kúrbíturinn hefur á undanförnum mánuðum lagt höfuðið í bleyti og virkilega reynt að finna út tilganginn með einu af tækjunum sem staðsett er inn á baðhergberginu hans. Þetta tæki er svona sambland af klósetti og vaski, staðsett við hliðina á klósettinu og getur varla haft mikinn hagnýtan tilgang. Kúrbíturinn hefur aldrei notað tækið, skilur það einfaldlega ekki en heyrði eitt sinn að það væri mest notað sem skolunartæki fyrir ákveðinn líkamspart kvenna...Kúrbíturinn selur það ekki dýrara en hann keypti það.
Kúrbíturinn fékk nýverið stórkostlega hugmynd til þess að finna þessu tæki einhvern tilgang...þetta verður hin nýja blaðagrind Kúrbítsins. Þarna mun hann geyma fáein eintök af Gazetta Dello Sport, Moggann síðan 4. maí og nokkur tímarit...Kúrbíturinn er hæstánægður með þessa stórkostlegu hugmynd. Þar mun Kúrbíturinn sitja í makindum sínum, gera sínar óumflýjanlegu þarfir og öðlast stórkostlega þekkingu á sama tíma.
4 ummæli:
Sæll Kúrbítur,
Datt inn á ferilskrá Kjartans vinar þíns og varð allhlessa lýsingunni hér að neðan:
Master in Fashion, Experience & Design Management (MAFED)
Getur annar hvor ykkar útskýrt fyrir þekkingarsoltnum Kúlta hvað þessi Master gengur öðru fremur út á? Sérstakan áhuga hefur Kúlti á tengslum tísku og reynslu.
Með fyrirfram þökkum, Kúlti
kúrbíturinn er glaður að sjá að Kúlti sé ennþá á vappi um Hið Kúrbíska Heimsveldi, Kúrbíturinn er búinn að sakna hans og er því glaður í hjarta sínu að sjá hann á ný...þó hann hafi kannski aldrei séð hann og viti ekkert um hann.
Kúrbíturinn er í námi sem þarf sérstakrar skýringar. Námið er eingöngu viðskiptafræðilegs eðlis og fjallar um hvernig á að reka fyrirtæki sem er nauðsynlega þurfa á sterkri ímynd að halda til þess að selja vörur sínar. Þetta eru fyrirtæki sem eru ekki eingöngu að selja vörur út af tilgangi þeirra heldur út af því að fólk kaupir þær út af því þær eru stöðutákn, fólk dýrkar vörurnar, út af því að fólk líður vel að hafa þær í kringum sig o.fl.
Fyrirtækin sem falla undir tísku eru náttúrulega tískufyrirtæki sem eru að selja vörur sem fólk kaupir ekki eingöngu til þess að halda á sér hita eða hylja líkamann. Hönnunarfyrirtæki eru að selja vörur sem hafa svo sannarlega ekki eingöngu functional hlutverk heldur kaupir fólk þær af öðrum ástæðum. Svo eru þau fyrirtækin sem falla undir Experience en þar undir falla öll önnur fyrirtæki sem selja vörur af þessu tagi, þar má nefna fyrirtæki eins og Bang&Olufsen, Mercedes Benz, vínframleiðendur, háklassa hótel, matvælaframleiðendur o.s.frv.
Námið fjallar mikið um markaðssetningu, ímyndarsköpun, stefnumótun og markaðsboðskipti. En það eru fræðin sem Kúrbíturinn hefur mikinn áhuga á og voru ástæðan fyrir vali hans á framhaldsnámi. Að auki eru fræðin matreidd á þann hátt að auðvelt er að heimfæra þau yfir á íslensk fyrirtæki.
Kúrbíturinn vill meina að nafnið er villandi, skýrir námið ekki nógu vel og auðvelt er að miskilja það. Kúríturinn vonar að hann hafi skýrt þetta nokkuð vel og Kúlti sé aðeins nær því hvernig nám þetta er.
Kúrbíturinn
Eg hef lika oft paelt i thvi hvernig folk notar thetta taeki...eg heyrdi nefnilega ad karlar skoludu rassinn a ser med thessu! Annars thekki eg konu sem er med svona og notar thetta til af afthyda kalkuninn a jolunum. Annars er bladagrind alveg brill.
Kúlti þakkar meistara Kúrbít fyrir greinargott og afar skýrt svar, nafnið á náminu er villandi og leiðir hugann fyrst og fremst að vel snyrtum augabrúnum og flaksandi tískudressum og hafði Kúlti áhyggjur af því að Kúrbíturinn væri að villast hressilega af leið. Eftir svarið góða er óhætt að segja að svo er greinilega ekki og hlakkar Kúlti mikið til að fylgjast með hvernig Kúrbíturinn vinnur úr fræðunum að námi loknu, hvort sem það verður á heimaslóðum eða ekki. Kveðjur, Kúlti.
PS. Kúlti þakkar Kúrbít, Elliða og KS fyrir að hafa skilað góðu búi í Árbænum, hjónabandsráðgjafinn og stefnumótafrömuðurinn Bjarni hefur greinilega fengið gott uppeldi hjá ykkur félögunum.
Skrifa ummæli