miðvikudagur, 7. júlí 2004

Þær elska Kúrbítinn...
Þessa dagana hafa moskítóflugurnar hertekið Mílanóborg, þær eru allstaðar og gera borgarbúum lífið leitt. Hingað til hafa flugurnar látið Kúrbítinn vera en voru aftur móti svakalega hrifnar af kvinnu Kúrbítsins. Það er nú náttúrulega skiljanlega því kvinnan er mun girnilegri en Kúrbíturinn á allan hátt. Kúrbíturinn var því ekki hræddur um að flugurnar myndu snúa sér að honum heldur leita á önnur mið. Það var allskostar ekki rétt hjá Kúrbítnum því þær hafa svo sannarlega herjað á Kúrbítinn upp á síðkastið. Í morgun vaknaði Kúrbíturinn með tuttugu bit á hægri fæti, fóturinn lítur illa út og mun Kúrbíturinn ekki ganga um í stuttbuxum næstu daga.

Það má líkja flugunum við Snæfríði Íslandssól sem giftist þeim versta þar sem hún fékk ekki þann besta.

Engin ummæli: