þriðjudagur, 6. júlí 2004

Svona getur nú pólitíkin verið...
Af hverju er svona mikilvægt fyrir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, að knýja í gegn þessu fjölmiðlafrumvarpi...svona rétt áður en hann neyðist til þess að skríða úr stóli forsætisráðherra. Af hverju má ekki fresta lagasetningunni til haustsins, mynda þverpólitíska samstöðu um málið og koma málinu frá sér á sem sómasamlegastan átt. Einu rökin sem Kúrbíturinn hefur heyrt sé að lögin þurfi svo langan aðlögunartíma og af þeim sökum sé lífsnauðsynlegt að þrýsta þeim í gegn sem strax. Kúrbíturinn kaupir ekki þessi rök og telur að eitthvað annað búi undir...sem ekki hefur komið fram hingað til.

Ef Davíð heldur svona áfram út stjórnmálaferilinn þá verður hann eins Paul Gascogne...þjóðin mun ekki minnast hans fyrir hvað hann var frábær leiðtogi, sem hann hefur vissulega verið af mörgu leyti, heldur öll glapaskotin sem hann hefur gert á síðustu misserum.

Engin ummæli: