Styttist í stóru stundina...
Kúrbíturinn hefur verið kúrbítur einsamall undanfarnar vikur, þessi tími hefur verið honum erfiður og söknuðurinn verið mikill. En nú styttist svo sannarlega í stóru stundina þegar Kúrbítshjónin mætast á nýjan leik, í borginni Chennai á Indlandi. Í dag eru einungis 10 dagar þangað Kúrbíturinn leggur land undir fót og heldur áleiðis til stóru ástarinnar í lífi sínu. Það verða svo sannarlega fagnaðarfundir og ætlar Kúrbíturinn að njóta þessara þriggja vikna með sinni kvinnu til hins ýtrasta.
Kúrbíturinn saknar sinnar ektakvinnu stórkostlega og dýrkar hana út af lífinu...
Glæpur hefur átt sér stað...
Kúrbíturinn hefur vitað það lengi að hann er dýrkaður og dáður um allan heim, aðrir netrithöfundar hafa tekið hann til fyrirmyndar og er hann orðinn nokkurs konar icon í þessum heimi. En það hefur enginn fyrr gengið svo langt að reyna að stela ímynd Kúrbítsins með því að stela nafni hans. En nú hefur einhver aðili gerst svo bíræfinn og stolið nafni Kúrbítsins...endilega kíkið á þennan aðila með því að smella hér. Kúrbíturinn lætur þetta samt í léttu rúmi liggja, gefur ekki mikið út á þetta og heldur sálarró sinni. Kúrbíturinn hefur ákveðið að kæra ekki glæpinn, halda áfram ótrauður og hugsa vel um heimsveldið sitt.
Vængjuð orð...
'What'll you have Normie?' 'Well, I'm in a gambling mood Sammy. I'll take a glass of whatever comes out of the tap.' 'Looks like beer Norm.' 'Call me Mister Lucky.'
Norman Peterson, Cheers
Í hverju er maðurinn…
Á síðasta ári var dagskrárliðurinn “Í hverju er konan” á dagskrá á Hinu Kúrbíska Heimsveldi og sló svo rækilega í gegn að um munaði. Núna hefur Kúrbíturinn ákveðið að endurvekja þennan dagskrárlið en að þessu sinni mun hann heita “Í hverju er maðurinn”.
Maðurinn er einn af nágrönnum Kúrbítsins hér í Mílanóborg, getur Kúrbíturinn séð hann út um gluggann sinn og hefur fundist það nokkuð forvitnilegt upp á síðkastið.
Að þessu sinni er maðurinn klæddur einungis í nærbuxur, spókar sig um og er bara nokkuð ánægður með lífið og tilveruna…þegar þetta var skrifað var klukkan 17.05.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli