mánudagur, 19. júlí 2004

Kúrbíturinn fær til sín sambýling...
Eftir einungis þrjá daga mun bróðir Kúrbítsins koma til Mílanó og dvelja hjá honum í nokkra daga áður en Kúrbíturinn heldur til Indlands. Kúrbítsbróðirinn er á leiðinni í listnám í Mílanóborg í haust og munu því þeir bræður deila með sér litlu íbúðinni á Via Passeroni. Kúrbíturinn er sáttur við ráðahag bróður síns, finnst þetta vera gott hjá honum og virkilega hlakkar til að fá hann í heimsókn.

Svo frá byrjun september munu þeir bræður búa saman í sátt og samlyndi. Það verður þröngt á þingi hjá þeim bræðrum en Kúrbíturinn hefur grun um að það eigi eftir að ganga eins og í sögu.

Kúrbíturinn keypti sér miða...
Kúrbíturinn kom auga á augýsingu um tónleik sem haldnir verða hér í Mílanó í lok nóvember. Þetta eru tónleikar með eftirlætis tónlistarmanni Kúrbítins til margra ára og heitir Nick Cave. Tónleikarnir eru haldnir á stað sem ber nafnið Alcatraz, staðurinn tekur ekki of marga gesti og því eru gestirnir mjög nálægt sviðinu. Kúrbíturinn hugsaði sér ekki lengi um, keypti sér miða og hlakkar alveg svakalega til.

Það safnast í blaðagrindina.. .
Kúrbíturinn ákvað um daginn að gera undarlega klósettvaskinn að hinni nýju blaðagrind Kúrbítsins. Á undanförnum hefur safnast nokkuð mikið af blöðum og tímaritum í blaðagrindina og mun Kúrbíturinn fara yfir efni hennar hér á eftir:

# 3 stk. Gazzetta dello Sport
# 2 stk. Wallpaper
# 3 stk. World Street Journal
# 1 stk. Dagblaðið Vísir
# 1 stk. Correra della Sera
# 1 stk. Viðskiptablaðið
# 1 stk. Tutto Sport

Kúrbíturinn finnst safnið orðið nokkuð gott miðað við stuttan tíma, mun halda áfram að safna og mun skýra frá safninu þegar fram líða stundir.

Nýjustu tölur...
Kúrbíturinn hefur áður minnst á hinu miklu ást moskítóflugnanna á honum. Samkvæmt talningu dagsins eru bitin 79...hvorki fleiri né færri.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kurbi verdur i hardri samkeppni vid kvinnu sina her i Indlandi en hun statar af tvi ad vera med 30 moskito- og maurabit, 40 marbletti og 1 stort brunasar eftir pustror a motorhjoli... allt saman fyrir nedan belti :)

Nafnlaus sagði...

Kúrbíturinn er byrjaður að nota þetta illa lyktandi spray sem kvinna hans notaði á sínum tíma, ber það á allan líkamann sinn fyrir svefninn og hefur trú á því að það muni bera einhvern árangur.

Í dag er nákvæmlega vika þangað til Kúrbíturinn heldur af stað til kvinnu sinnar og hlakkar alveg svakalega til að hitta hana á nýjan leik. Þetta verður stórkostleg ferð.

Kúrbíturinn elskar sína kvinnu...