þriðjudagur, 20. júlí 2004

Hrakfarir á baðinu...
Kúrbíturinn var eitthvað að aðhafast á baðherberginu í gærkvöldi og það svo sannarlega ekki ferð til fjár. Þegar Kúrbíturinn var að þvo sér um hendurnar þá rak hann sig óvart í sápuna sem datt niður á gólf, Kúrbíturinn gerði heiðarlega tilraun til þess að grípa sápuna en við það missti hann jafnvægið og datt næstum því um koll. Hann náði þó að bjarga sér með því að grípa í sturtuklefann, við það duttu sturtuklefahurðirnar um koll og nötraði sturtuklefinn í orðsins fyllstu merkingu. Í öllum hamaganginum þá duttu 4 -5 brúsar sem voru upp á baðskápnum við hliðina á sturtuklefanum um koll, Kúrbíturinn reyndi að sjálfsögðu að grípa þá alla sem tókst að sjálfsögðu ekki og við það datt Kúrbíturinn endanlega í gólfið. Í fallinu datt hann utan í vegginn, lenti á græjunni sem maður ýtir á til þess að sturta niður og var það lán í óláni að Kúrbíturinn datt utan í takkann því annars hefði hann kannski gleymt að sturta niður.

Þegar Kúrbíturinn lá á gólfinu, búinn að jafna sig eftir fallið þá leit hann upp og sá sér til forundran þrjár moskítóflugur upp í einu horninu á baðherberginu...þær hlógu að honum.

Í hverju er maðurinn...
Maðurinn er klæddur í hvítar nærbuxur, stendur út í glugga og brosir framan í heiminn...þegar þetta er skrifað er klukkan 20.14.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehehe... tokstu vid ollum minum hlutverkum tegar eg for? Skildi eg klaufann eftir a Passeroni?

Nafnlaus sagði...

Bessssaðue...

sé það að það er ekkert smá gaman hjá þér :o)
Við Alda erum bara að vinna á fullu þessa dagana og erum bara massa sátt við það :o)
Erum líka svol. sátt við að vera ekki að berjast við þessar helv. flugur... ;-)
Í hvaða skóla er bróður þinn að fara í? Hefur Vespan verðið með e-ð vesen við þig? lætur bara vita....

kv.Biggi og Alda.
msn: bornein@hotmail.com

Darri sagði...

Úr því þú lifðir þetta af kæri kúrbítur þá var þetta nokkuð fyndin lýsing. En en bara smá! : )