Stórkostlegt frí á enda runnið...
Kúrbíturinn er kominn til Mílanó á nýjan leik eftir stórkostlegt fimm vikna ferðalag. Kúrbíturinn fór til Indlands í þrjár vikur, dvaldi í þrjá daga í London og fór svo í 12 daga til Íslands. Á næstu vikum mun Kúrbíturinn flétta ofan af dagbók þessarar ferðar, afklæða ævintýrin og gefa þegnum sínum innsýn inn í þessar stórkostlegu vikur.
Nú er Kúrbíturinn byrjaður í skólanum á nýjan leik og bíða hans nú þrír nokkuð strembnir mánuðir. Í desember mun Kúrbíturinn útskrifast, hvíla sig í viku og koma svo til Íslands á nýjan leik. Kúrbítshjónin hafa ekki ákveðið næstu skref sem þau munu taka á nýju ári en Kúrbíturinn er svo sannarlega viss um að stórkostlegur tími bíði þeirra...hvar sem þau verða niðurkomin.
Í hverju er maðurinn...
Kúrbíturinn hefur það eftir öruggum heimildum að maðurinn hafi verið klæddur í gráar nærbuxur, með sígarettuna í annarri hendi og fjarstýringuna í hinni allan ágústmánuð...sumt breytist aldrei.
Umhverfisspjöll í Reykjavík...
Kúrbíturinn ásakar Reykjavíkurborg og Morgunblaðið um skelfileg umhverfisspjöll í Reykjavík. Í gegnum tíðina hefur verið unnið mikið starf við að fegra umhverfi Rauðavatnsins og gera þetta að skemmtilegu útivistarsvæði...ekkert nema gott um það að segja. Þegar maður gekk í kringum vatnið gat maður notið stórkostlegs útsýnis yfir Esjuna og nágrenni. Þetta hefur framámönnum Reykjavíkurborgar og Morgunblaðsins ekki líkað og endilega viljað bæta úr þessu útsýni. Þeir ákváðu að byggja forljóta prentsmiðju á þessum fallega stað...menn eru hreinlega ekki í lagi. Af hverju þarf að byggja prentsmiðju á fallegum stað...það væri best að hafa hana neðanjarðar.
Það er ekki einungis verið að spilla umhverfinu upp á hálendinu heldur líka í Reykjavík...beint fyrir framan nefið á okkur.
1 ummæli:
..velkominn aftur/heim/til M......vertu nú duglegur að blogga litla geit....og mange tak fyrir snúninginn....
Skrifa ummæli