föstudagur, 3. september 2004

Reynslusaga mannsins og mannkynssögunnar...
Sólin skein í heiði, villikettirnir farnir að leita sér að næturstað og í fjarska heyrðist í hraðlestinni sem flýtti sér eftir teinum sálarinnar. Ungur maður staddur í hliðargötu í versta hverfi borgarinnar, reikaði án tilgangs og hugsaði um tómleika hjartans. Á morgun myndi stúlkan á bleika hjólinu koma aftur, taka til við að bjarga heiminum og tala við fuglana sem höfðu saknað hennar svo sárt. Lífið í læstri kistu. Vonbrigði riddarans sem hafði lagt allt að veði til þess að bjarga fjársjóðnum frá norninni í dimma kastalanum.

Bílarnir þustu framhjá, ískrandi vélmennin og stóra húsið á hæðinni gnæfði yfir litla þorpið við ströndina. Kona í húsinu á móti og ríki maðurinn sem nýkominn var frá gleðikonunni á horninu hittust á kaffihúsinu á horninu, ræddu heimsmálin og kvöddust með kossi. Það er þessi ládeyða sem allir reyna að forðast. Í gegnum rennblauta rúðuna horfðust ástfangna parið í augu, hugsuðu um nekt hvors annars og greddan að yfirbuga þau.

Róninn á horninu svaf á bekknum sínum í nótt, vaknaði við yndislegan kaffiilm og fékk sér sopa af helvítis brennivínsflöskunni. Drakk í botn. Stúlkan í búðinni á móti hafði sofið illa um nóttina, gretti sig og reiðin fyllti hug hennar fyrr en varði. Tíminn er afstæður. Rifrildið kvöldið áður hafði komið henni úr jafnvægi. Hún hafði goldið fyrir ást sína.

Lífið er dularfullt sambland af kærleik og umbuðarlyndi.

Engin ummæli: