Leitin heldur áfram...
Kúrbíturinn heldur atvinuleit sinni ótrauður áfram og er með þá vissu í hjarta sínu að á endanum finni hann draumastarfið. Kúrbíturinn gekk inn á stærstu módelskrifstofuna í hátískuborginni Mílanó, bað um starf sem ofurmódel og sagði einfaldlega "My name is Kúrbítur and I'm probably the most beautiful kúrbítur in the world". Kúrbíturinn fann það fljótlega á sér að módelskrifstofan væri ekki alveg að taka hann alvarlega og tók hann þá til bragðs að spenna þríhöfðann og setti upp svipinn sem hann lærði úr kvikmyndinni Blue Steel hér um árið. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var hlegið að Kúrbítnum og hann beðinn um að finna sér starf þar sem útlitið væri ekki aðalatriðið.
Þrátt fyrir þessa meðferð hjá módelskrifstofunni var Kúrbíturinn leystur út með gjöfum, fékk tvö prufuglös af nýja rakspíranum frá Armani og lyktar nú eins og útsprungið sólblóm upp á heiði.
Kúrbíturinn skal finna þetta starf...hvað sem það kostar
3 ummæli:
Hví færðu þér ekki vinnu í grænmetisborða Hagkaupa í Skeifunni kúrbítur?
Uppfyllir það starf kröfurnar um stuttan vinnutíma og mikla peninga?
Kúrbíturinn
Það var einhver að spyrja mig að því hvað ég legði mikla áherslu á að nota kúrbít í uppskriftir. Ég reyni það! Og reyni líka að beita skynseminni, nota íslensk heiti þegar mér finnst erlenda heitið mjög óþjált. Ég tala um kúrbít en ekki súkkíní, zucchini eða courgette (eða jafnvel gorgette, eins og þetta ágæta grænmeti var ævinlega merkt í Hagkaup í Kjörgarði, þegar sú búð var og hét). Afgreiðslufólk veit yfirleitt hvað ég á við þegar ég spyr um kúrbít og notar heitið jafnvel sjálft stundum. En ég sé ekki tilganginn í því að reyna að íslenska heiti eins og rósmarín og óreganó, maður mundi gera sig að viðundri með því að fara að spyrja krakkana í grænmetisdeildinni í Hagkaup um sædögg og kjarrmintu. Það væri eins og að fara í Sautján og spyrja ,,hvárt hafið þér hér megingjarðir?" ef mann vantaði axlabönd. Ég hvet því kúrbítinn til að fá sér vinnu í mataruppskrift og láta bjóða sér í mat, t.d. hjá vinum sínum.
Skrifa ummæli