Það eru litlu hlutirnir sem skipta öllu máli...
Það sem skiptir Kúrbítinn mestu máli í þessu lífi eru allir þessir litlu hlutir sem maður stundum tekur sem sjálfsögðum hlut. Það er bara einhvernveginn þannig að þeir hlutir sem skipta mann öllu máli eru oft ókeypis eða kosta alls ekki háar fjárhæðir.
Hér á eftir kemur listi yfir tíu litla hluti af þessu tagi:
1. Drekka kaffi með góðu fólki, skemmtilegar umræður og afslappað umhverfi.
2. Ganga upp á Esjuna í góðum félagsskap, komast á toppinn og njóta útsýnisins.
3. Liggja upp í sófa undir teppi með góða bók.
4. Spila með skemmtilegu fólki í heimahúsi, drekka smá rauðvín og skemmta sér vel.
5. Elda góðan mat, drekka rauðvín og kjafta fram á nótt.
6. Labba um miðbæinn, skoða gömlu húsin og enda svo á kaffihúsi í góðra vina hópi.
7. Vakna á morgnana, setja saman morgunmat og kjafta fram að hádegi.
8. Kíkja í útilegu og njóta náttúrunnar.
9. Sitja úti með rauðvín, uppdúðaður í lopapeysu í skemmtilegum félagsskap.
10. Gera ekki neitt, liggja einungis upp í sófa og láta sér líða vel.
Nánast allir þessir hlutir hér fyrir ofan hafa það sameiginlegt að þeir tengjast fólki. Í þeim öllum kemur fólk saman og nýtur skemmtilegs félagsskapar hvors annars...er það ekki það sem skiptir öllu máli.
Mánuður í útskrift...
Í dag er nákvæmlega 1 mánuður þangað til Kúrbíturinn mun klæðast bleika útskriftarsloppnum og útskrifast með pompi og prakt. Kúrbíturinn hlakkar bæði til og kvíður fyrir...honum kvíður svo sannarlega fyrir því að þurfa að klæðast þessum fjandans bleika sloppi. Það er erfitt að ímynda sér rökin fyrir því að þessi virti viðskiptaháskóli hafi valið þennan lit...það gæti verið að stofnandi skólans hafi haldið meðð Palermo eða Juventus í italska boltanum.
Kúrbíturinn er hræddur við að sú litla karlmennska sem hann býr yfir muni verða að engu. Það þarf virkilega sterk bein til þess að þola það að vera sendur upp á svið í bleikum náttslopp og með eitthvað fáránlegt pottlok. Kúrbíturinn stefnir ótrauður að því að koma nokkuð heill út úr þessari lífsreynslu. Kúrbíturinn ætlar að bíta á jaxlinn og virkilega sýna umheiminum hvernig mann hann hefur að geyma.
2 ummæli:
merkilegt hvað rauðvín kemur þarna oft við sögu ;D
sjáðu svo bara til þess að þú eignist mynd af þér í gallanum
kv. Sæþór
...raudvinid er surefni andans
Kurbiturinn
Skrifa ummæli